Ein nýjasta tæknin okkar er að bjóða upp á skanna í Stubb appinu. Allir miðar, hvort sem það eru aðgöngumiðar, veitingarmiðar eða vörusala á netinu, eru með QR kóða sem hægt er að skanna í gegnum Stubb appið.
Hér eru leiðbeiningar hvernig það virkar.
Stjórnborðið
1. Inn á stjórnborðinu okkar má finna valmynd sem heitir " Skanni "
2. Velur " Bæta við Skanna "
3. Fyllir út eftirfarandi upplýsingar og bætir síðan við. ( Ekki hafa bil á milli +354 og símanúmer )
------------------------------------------------------------------------------------------------------
Skanni í Stubb appinu
Þegar búið er að bæta við skanna inn á stjórnborðinu þá getur einstaklingur skráður með þetta símanúmer opnað skanna í appinu
------------------------------------------------------------------------------------------------------
Ferlið við inngang
- Miðahafi sýnir miða við inngang, ekki er þörf á því að smella á neitt
- Starfsmaður skannar svo miða
- Við það kemur grænn skjár með upplýsingum um miða
- ef það kemur rauður skjár er nú þegar búið að skanna miða