Það er einfalt að selja vörur úr verslun í gegnum Stubb appið og POS lausn sem Stubbur býður uppá. Með þessari lausn er hægt að fylgjast betur með birgðarhald og sjá sölutölur af hverri seldri vöru.
1. Undir " Veitingasala " velur " Bæta við Vöru "
2. Velur vöru í vöruflokki eða velur " Annað " og getur búið til vöru sjálfur
3. Setur inn nafn, velur mynd sem lýsir vörunni, setur inn verð og velur síðan á hvaða viðburði þessi vara er til sölu á.
4. Bætir síðan við vöru
Auka
Eftir að þú hefur stofnað vöru getur þú alltaf breytt verðinu eða birgaðarhaldi undir " Veitingasala
1. Velur " Aðgerðir " og þar geturu valið á milli þess að breyta verði eða magni á öllum viðburðum
Ef þú ert að selja t.d. hamborgara þar sem magnið breytist á milli viðburða þá getur þú einnig breytt því með eftirfarandi skrefum
1. Velur viðburðir og finnur næsta viðburð
2. Velur þar "Veitingar"
3. Finnur þar vöruna sem þú vilt breyta
4. Velur " Aðgerðir "
5. Breyta magni á þessum viðburði
Annars bara endilega leikið ykkur aðeins með þetta og ekki hika við að hafa samband ef þið eruð með spurningar. Jakob@stubbur.app