Leiðbeiningar um stofnun miðatýpa í Stubb
-
Opna miðatýpur
Farðu á forsíðuna í Stubb og opnaðu „Miðatýpur“. -
Bæta við nýrri miðatýpu
Smelltu á „Bæta við miðatýpu“. -
Velja tegund miðatýpu
Þú getur valið á milli tveggja valkosta:- Miðatýpa sem gildir á þennan viðburð og færist yfir á næstu viðburði í sama flokk
- Miðatýpa sem gildir aðeins á þennan viðburð
Miðatýpur fyrir alla viðburði í sama flokk:
Velurðu miðatýpu sem færist yfir á alla næstu viðburði í sama flokk, þarftu aðeins að setja hana upp einu sinni, og hún gildir þá fyrir alla viðburði í þeirri deild. Þetta gildir t.d. fyrir deildarleiki allt sumarið.Miðatýpur fyrir einstaka viðburði:
Ef um bikarleiki, evrópuleiki, eða aðra staka viðburði er að ræða (t.d. árshátíð, herrakvöld, eða kvennakvöld), þarftu að stofna sér miðatýpu fyrir hvern viðburð þar sem þeir falla ekki undir sama flokk og deildarleikir. -
Velja á milli venjulegrar miðatýpu og miðatýpu með forsöluverði
Venjuleg miðatýpa:
Fylltu út eftirfarandi upplýsingar:- Nafn á miðverði (t.d. Almennt, Barna, VIP)
- Miðaverð
- Fjöldi miða í sölu
-
Fela miða eða hafa sýnilegan?
- Veldu hvort miðatýpan sé sýnileg á Stubb.is og Stubb appinu, eða ef þú vilt hafa hana falda, getur þú sent hana sem frímiða eða selt í gegnum tölvupóst.
-
Gildir miði í hálfleik eða VIP?
- Ef valið er „Nei,“ fellur miðinn úr gildi eftir að hann hefur verið notaður við inngang.
- Ef valið er „Já,“ þá gildir miðinn út viðburðinn, t.d. fyrir hálfleik eða VIP svæði.
Þegar þessu er lokið, veldu Bæta við miðatýpu og ferlið er fullklárað.
Miðatýpa með forsöluverði:
Fylltu út eftirfarandi upplýsingar:- Nafn á miðverði (t.d. Forsala, Almennt)
- Miðaverð í forsölu
-
Tímabil forsölu:
- Veldu hversu mörgum dögum fyrir viðburð miðaverðið á að hækka.
-
Almennt miðaverð:
- Miðaverð hækkar í þetta verð eftir lok forsölu.
-
Fela miða eða hafa sýnilegan?
- Veldu hvort miðatýpan sé sýnileg á Stubb.is og Stubb appinu, eða hafðu hana falda ef þú vilt senda hana sem frímiða eða selja í gegnum tölvupóst.
-
Gildir miði í hálfleik eða VIP?
- Ef valið er „Nei,“ fellur miðinn úr gildi eftir að hann er notaður við inngang.
- Ef valið er „Já,“ þá gildir miðinn út viðburðinn.
Þegar þessu er lokið, veldu Bæta við miðatýpu og ferlinu er lokið.
Ef þú þarft frekari aðstoð eða spurningar vakna, endilega sendu okkur tölvupóst á stubbur@stubbur.app.