Árskort eru sett upp í gegnum stjórnborðið sem er aðgengilegt á https://dashboard.stubb.is
Opnaðu stjórnborðið, smelltu á Árskort úr valmynd og svo "Bæta við árskorti"
Skref 1: Grunnupplýsingar
- Titill – Nafn árskortsins, skýrt og lýsandi.
- Lýsing – Hvað er innifalið? Aðgangur, fríðindi o.fl.
- Gildir fyrir – Hvar og hvernig kortið gildir (viðburðir, tímabil o.s.frv.).
- Sérhönnuð Mynd – Veldu mynd til að auka aðdráttarafl, stærð á að vera sama og á kredikorti með hönnun að mestu í miðju kortinu þar sem sama mynd er notuð í Wallet og klippist að ofan og neðan. Stærð 1920x1200 mælt með.
Skref 2: Aðgangur og fríðindi
- Deildir & svæði – Veldu hvar árskortið veitir aðgang.
- Veitingar & varningur – Hægt að tengja við veitingasölu og vefverslun Stubbs
Skref 3: Greiðsluleiðir & Sölutími
- Eingreiðsla – Greitt í einu og kortið virkt strax.
- Greiðsludreifing – Greiðslur dreifðar yfir mánuði.
- Áskrift – Sjálfvirk endurnýjun milli tímabila. Fyrstu 12 mánuðir bindandi, eftir það tveggja mánaða uppsagnarfrestur.
- Sölutímabil – Veldu frá hvaða degi kortið er í sölu. Fyrir áskrift mælum við með langt sölutímabil (t.d. til 2030).
- Gildistími – Veldu dagsetningu eftir lok tímabils til að tryggja sveigjanleika.
Sýnileiki í sölu
- Sýnilegt á appi og Stubb.is – Kortið er í almennri sölu.
- Falið í sölu – Kortið ekki sýnilegt en hægt að senda greiðsluhlekk. Hentar VIP, leikmanna- og styrktaraðilakortum.
Önnur mikilvæg atriði
- Seljendasíða – Hver seljandi hefur sína síðu á Stubb, t.d. KR á https://stubb.is/kr
- Skilmálar – Við mælum með að þið kynnið ykkur skilmála, sérstaklega varðandi áskriftir.
- Aðstoð – Hafa samband á stubbur@stubbur.app fyrir frekari stuðning.