Hér förum við í gegnum skrefið hvernig við setjum upp nýjan viðburð fyrir seljendur Stubbs.
1. Velja " Bæta við viðburði "
------------------------------------------------------------------------------------------------------
2. Veldu hvort þú vilt hafa viðburðinn þinn sýnilegan eða lokaðan
Með því að hafa viðburðinn sýnilegan þá er hægt að skoða viðburðinn á heimasíðu Stubb.is og í appinu. Ef viðburðinn er falinn þá getur seljendi deilt hlekk viðburðar á viðkomandi kaupendur en viðburðinn verður ekki sýnilegur á heimasíðu eða appi.
* Eftir að viðburður hefur verið stofnaður er ekkert mál að breyta þessum stillingum á stjórnborðinu.
------------------------------------------------------------------------------------------------------
3. Hér getur þú valið tegund viðburðar og merki e. Logo.
Veldu tegund viðburðar: Ef þú finnur ekki tegund sem hentar þinn viðburð getur þú valið " aðrir viðburð" og í næsta skrefi getur þú handvirkt skrifað inn lýsingu á þínum viðburði.
Logo: Hér er hægt að velja á milli þriggja valmöguleika
1. Merki Íþróttafélagsins/fyrirtækisins ( kemur sjálfvirkt inn )
2. Hafa merki heimaliðs og útiliðs saman ( hér þarf seljendi að setja handvirkt inn merki félagana )
3. Annað logo ( Hér getur seljandi sett inn handvirkt hvaða merki sem er )
------------------------------------------------------------------------------------------------------
4. Setja inn titil, stutta lýsingu, ýtarlegri lýsingu og plakat fyrir viðburð
Titill: Hér setur þú nafn viðburðar t.d. ( Lið 1 - Lið 2 ) eða ( Þorrablót )
Stutt lýsing: nafn á keppni t.d. ( Íslandsmót ) eða ( Úrslitakeppni ) // annað sniðugt sem seljendum dettur í hug
Ýtarleg lýsing: Hér getur þú skrifað inn þær upplýsingar sem þú vilt að komi fram á viðburðinum þínum. T.d. Hvernær opnar, Skemmtiatriði eða hvetja/sannfæra gesti að tryggja sér miða.
Plakat fyrir viðburð: Hér er hægt að setja inn mynd sem lýsir viðburðinum. Hægt að nota hvaða stærð sem er en við mælum með að nota stærðina 1920 pixlar lárétt og 1080 pixlar lóðrétt ( 1920x1080px )
------------------------------------------------------------------------------------------------------
5. Staðsetning, dagsetning, klukkan & árskort
Staðsetning: Hér getur þú sett inn staðsetningu á viðburði t.d. ( Veislusalur Stubbs ) eða ( Stubb völlurinn )
Dagsetning: Dagsetning // Mánuður // Ár
Klukkan: t.d. 00:00
Árskort: Gilda árskort á viðburð ( fyrir Íþróttafélög )
------------------------------------------------------------------------------------------------------
6. Hakar síðan í bæta við og þá hefur þú stofnað þinn viðburð 🤝
------------------------------------------------------------------------------------------------------
Hvernig set ég upp miðaverð á viðburð?
Stofna miðatýpu