Miðasalan á leikinn gegn Breiðablik fer af stað kl. 12:00 á morgun, þriðjudaginn 22.október og fyrirkomulagið er sem hér segir.
12:00 - Ársmiðahafar fá sent SMS með hlekk á miðasölu í stúku.
13:00 - Ársmiðahafar fá sent SMS hlekk á miðasölu í stæði
14:00 - Almenn miðasala til Víkinga hefst ef enn eru til miðar
ATH! Mikilvægt að hafa í huga
- Ársmiðahafar eru ekki með frátekna miða.
- Hver ársmiðahafi getur keypt hámark 4 miða í hvorum söluglugga.
- Ársmiðahafar þurfa að sækja sinn miða í Stubb í þessum 2 gluggum kl. 12:00 og 13:00.
- Ekki er hægt að komast inn á völlinn nema að hafa miða og gildir það einnig um iðkendur í yngri flokkum Víkings.
- Ársmiðahafar þurfa að auðkenna símanúmerið sitt áður en þeir komast inn, ef það er ekki árskort skráð á símanúmer þá kemstu ekki inn.
Við mælum með því að horfa á þetta myndband hér fyrir neðan til að vera vel undirbúinn.