Hvernig á að breyta greiðslukorti í Stubb appinu?
Iphone & Samsung notendur: Bæta við korti
1. Velur viðburð sem þú hefur áhuga á að kaupa miða á
2. Velur fjölda miða og ferð í næsta skref
3. Þegar þú kemur að því að velja greiðsluleið þá velur þú " Greiðslukort "
4. Fyllir út allar kortaupplýsingar og áður en þú staðfestir miðakaup þá þarf að haka við " Vista kort " áður en greiðslan er staðfest.
5. Þegar það er komið þá ert þú búinn að vista kortið þitt í appinu
Iphone notendur: Eyða korti
1. Á forsíðunni efst hægra meginn má finna "≡" takka þar sem þú getur farið inn og séð yfirlit yfir stillingum
2. Ferð í " Kortin mín " og skrollar neðst niður þangað til að þú finnur greiðslukortið sem þér langar að eyða út
3. Slædar kortinu til vinstri og þá kemur " eyða " takki
4. Velur " Eyða " og þá hefur kortinu þínu verið eytt úr kerfinu okkar.
Samsung notendur: Eyða korti
1. Við erum að vinna í því að koma þessu í appið android meginn
2. Endilega sendið á Stubbur@stubbur.app upplýsingar: Símanúmer og seinustu 4 í kortanúmeri.
Við græjum þetta fyrir ykkur á meðan hitt er í vinnslu.